Leit að Gunnari Svan engan árangur borið en áfram er leitað

Letin að Gunnari Svan Björgvinssyni, sem hvarf af heimili sínu á Eskifirði fyrir rúmum tveimur vikum síðan, hefur enn engan árangur borið. Leit heldur áfram og beðið er þess að hægt verði að nýta þyrlu Landhelgisgæslunnar til leitarinnar.

Það staðfestir Þórhallur Árnason, aðalvarðstjóri, hjá lögreglunni á Austurlandi, við Austurfrétt en fjöldi aðila hafa leitað Gunnars frá því að tilkynnt var að hans væri saknað þann 5. mars síðastliðinn. Þar bæði um lögreglu, björgunarsveitir og aðra viðbragðsaðila að ræða en jafnframt hefur heimafólk sjálft lagt lóð á skálarnar við leitina.

„Mikill fjöldi fólks og þungi hefur verið í leitinni hér um slóðir síðustu dagana og sérstaklega um liðna helgi. Nú bíðum við þyrlunnar frá Landhelgisgæslunni til aðstoðar en sú átti að vera hér á sunnudaginn var en hætt við það vegna bilunar. Vonandi verður hægt að fá hana til aðstoðar á næstunni. Menn hafa, meðal annars, tvívegis farið á vélsleðum út í Vöðlavík og leitað en ekkert komið út úr því og þá eru margir íbúar hér að rétta hjálparhönd við leitina svo það eru sannarlega allir angar úti.“

Aðspurður hvort óumdeilanlegt sé að Gunnar Svan hafi horfið í nágranni Eskifjarðar eða hvort hugsanlegt sé að hann hafi farið utanlands af einhverjum ástæðum segir Þórhallur að slíkt hafi verið kannað og engar vísbendingar séu um að hann hafi farið af landi brott.

Gunnar Svan er liðlega fertugur að aldri, grannvaxinn með áberandi sítt og brúnt hár. Allir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Gunnars eru vinsamlega beðnir að hafa samband við lögregluna á Austurlandi annaðhvort í síma 444 0600 eða með tölvupósti á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar