Skip to main content

Leitað að magnetíti úti fyrir Austfjörðum?

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 05. okt 2011 00:25Uppfært 08. jan 2016 19:22

magnetit.jpgFyrirtækið Sóley Minerals hefur sótt um að leita að magnetíti úti fyrir Austfjörðum. Sveitarfélögin Vopnafjarðarhreppur og Fljótsdalshérað hafa veitt jákvæða umsögn þar um.  Um nýjan vettvang er að ræða í mögulegri nýtingu náttúruauðæva við Ísland.

 

Fyrritækið ætlar að leita að magneitíti á hafsbotni utan netalagna. Svæðið nær yfir stærstan hluta strandlengju Suðurlands og eitt svæði við Héraðsflóa. Sveitarfélögin tvö skipta með sér lögsögu yfir því. Bæði hafa veitt jákvæða umsögn um leit, að því gefnu að öll leyfi liggi fyrir og hún raski ekki lífríki sjávar.

Sóley Minerals, sem er með höfuðstöðvar við Suðurlandsbraut í Reykjavík, var stofnað í lok ágústmánaðar. Umsókn fyrirtækisins um leitarleyfi var í september send sjö ríkisstofnunum, tíu sveitarfélögum og tveimur heilbrigðiseftirlitum sveitarfélaga.

Magnetít er járngrýti, ein segulmagnaðasta steind jarðar. Hægt er að vinna járnafurðir úr steindinni. Magnetít er til dæmis uppistaðan í járnnámu í Kiruna Svíþjóð þaðan sem hið fræga sænska stál er komið, að því er fram kemur á Vísindavef Háskóla Íslands.

Mynd: Wikipedia Commons