Leitað að magnetíti úti fyrir Austfjörðum?

magnetit.jpgFyrirtækið Sóley Minerals hefur sótt um að leita að magnetíti úti fyrir Austfjörðum. Sveitarfélögin Vopnafjarðarhreppur og Fljótsdalshérað hafa veitt jákvæða umsögn þar um.  Um nýjan vettvang er að ræða í mögulegri nýtingu náttúruauðæva við Ísland.

 

Fyrritækið ætlar að leita að magneitíti á hafsbotni utan netalagna. Svæðið nær yfir stærstan hluta strandlengju Suðurlands og eitt svæði við Héraðsflóa. Sveitarfélögin tvö skipta með sér lögsögu yfir því. Bæði hafa veitt jákvæða umsögn um leit, að því gefnu að öll leyfi liggi fyrir og hún raski ekki lífríki sjávar.

Sóley Minerals, sem er með höfuðstöðvar við Suðurlandsbraut í Reykjavík, var stofnað í lok ágústmánaðar. Umsókn fyrirtækisins um leitarleyfi var í september send sjö ríkisstofnunum, tíu sveitarfélögum og tveimur heilbrigðiseftirlitum sveitarfélaga.

Magnetít er járngrýti, ein segulmagnaðasta steind jarðar. Hægt er að vinna járnafurðir úr steindinni. Magnetít er til dæmis uppistaðan í járnnámu í Kiruna Svíþjóð þaðan sem hið fræga sænska stál er komið, að því er fram kemur á Vísindavef Háskóla Íslands.

Mynd: Wikipedia Commons

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.