Leitað fram að miðnætti að skipverja

Þyrla Landhelgisgæslunnar og fimm kafarar eru meðal þeirra sem tekið hafa þátt í leit að skipverja sem talinn er hafa fallið fyrir borð af fiskiskipi á leið þess til Vopnafjarðar.

Tilkynningu til lögreglu barst um klukkan tvö í dag eftir að skipið kom til hafnar. Leit hófst í kjölfarið og samkvæmt tilkynningu lögreglu er gert ráð fyrir að leita fram undir miðnætti.

Auk starfsmanna gæslunnar hafa félagar í björgunarsveitinni Vopna gengið fjörur auk þess sem skip sveitarinnar, Sveinbjörn Sveinsson, hefur verið á ferðinni. Gert er ráð fyrir að leit byrji aftur með morgninum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.