Leitað makríls í Smugunni

Undanfarna viku hefur makrílveiði í Smugunni gengið erfiðlega.

Nú er veiðin lítil og vinnur nú íslenski flotinn að skipulagðri leit að makríl. Ekkert hafði enn fundist snemma í morgun.


Vonast var eftir að með batnandi veðri í Smugunni í síðustu viku myndi veiðin fara almennilega af stað en svo var ekki. Afli hefur heldur ekki þótt góður og fisknum sem landað hefur verið oft sagður smár og slappur. Mikið af honum hefur farið til bræðslu.


Í gær kom Vilhelm Þorsteinsson EA til hafnar í Neskaupstað með 1050 tonn og var fiskurinn sagður smærri en minni áta.


Leit verður haldið áfram og vonast er til að finna megi makríl fljótlega.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.