Ólöglegt brottnám: Móður gert að fara með dætur sínar til Danmerkur eða afhenda þær föðurnum

heradsdomur_austurlands_log_1532625740.gifHéraðsdómur Austurland hefur gert móður að afhenda barnsföður sínum telpur þeirra þrjár eða snúa með þær sjálf til Danmerkur þar sem forsjármál parsins er fyrir dómstólum. Móðirin segir föðurinn hafa beitt sig og dæturnar ofbeldi. Sálfræðingur sagði börnin hvorki sýna merki um að hafa orðið fyrir ofbeldi né orðið vitni að því.

 

Stelpurnar eru 6, 4 og 3 ára með lögheimili í Danömrku. Fjölskyldan bjó í Danmörku, Englandi og lengi á Íslandi. Foreldrarnir giftu sig í Danmörku árið 2009 en konan fór með börnin til Íslands í mars í fyrra. Það hafi hún gert eftir eitt af mörgum bræðisköstum mannsins, sem hafi rokið í burtu og skilið fjölskylduna eftir peningalausa.

Fyrir dómi sakaði konan karlinn um að hafa beitt bæði sig og börnin andlegu og líkamlegu ofbeldi. Hann hafi slegið hana árið 2008 þar sem hún var að gefa einni dótturinn brjóst. Áður hafi hann slegið hana í andlitið og hrint henni upp á eldhúsborð þegar hún var ólétt.

Konan sakaði karlinn einnig um að hafa hrint syni sínum, af fyrra sambandi, niður stiga í reiðikasti, sparkað í bak einnar dótturinnar, hent púða í aðra og ítrekað öskrað og verið ónærgætinn við börnin sem oft hefðu orðið vitni að andlegu ofbeldi hans gagnvart henni.

Sálfræðingur, sem lagði mat á börnin, sagði í skýrslu sinni að sálrænt ástand þeirra benti ekki til þess að þeir hefðu þolað ofbeldi af hálfu föður síns eða orðið vitni að því. Þær hefðu frá fáðu neikvæðu um föðurinn að segja en þær væru hafnandi gagnvart honum og óttuðust að hann tæki þær frá móður sinni.

Móðurin snéri aftur með börnin til Danmerkur mánuði eftir að hún fór fyrst með þau frá landinu. Faðirinn fór fram á umgengnisrétt sem danskir dómstólar staðfestu í fyrrasumar. Móðirin hafi ekki alltaf virt hann og í september farið með börnin aftur til Íslands.

Móðirin segist hafa snúið aftur til Danmerkur eftir hótanir föðursins. Þrátt fyrir umgengnisréttinn hafi börnin ekki viljað fara með föðurnum. Hún hafi farið með börnin heim eftir enn eina árásina. Hún hafi beðið eftir að faðirinn sækti börnin en hann hafi hvergi sést.

„Skyndilega hafi hann rifið hurðina á bifreiðinni farþegamegin þar sem móðir varnaraðila hafi setið og hafi kallað hana öllum illum nöfnum, þ.á.m. hóru. Móðir varnaraðila hafi stigið út úr bifreiðinni og hafi spurt sóknaraðila hvort hann væri að tala við hana. Hann hafi þá rifið í hálsmálið á henni þannig að hún hafi flúið aftur inn í bifreiðina og varnaraðili hafi keyrt í burtu á meðan sóknaraðili hafi ennþá verið öskrandi fyrir utan. [...] Þá kveði varnaraðili að í eitt skipti hafi sóknaraðili elt hana á bíl og verið með hnefann á lofti.“

Vegna þessa atvika og fleiri hafi hún leitað sér aðstoðar félagsmálayfirvalda og fleiri, bæði á Íslandi og í Danmörku, sem meðal annars hafi ráðlagt henni um hvernig hún skyldi vernda börnin.

Dómurinn sagði brottnámið „ótvírætt ólögmætt“ en parið fyrrverandi hefur staðið í forsjárdeildu fyrir dönskum dómstólum. Málflutningur þeirra eigi frekar við í því máli en því sem rekið var fyrir Héraðsdómi Austurlands. Dómurinn segir lögheimili barnanna skipta máli og miðað við skýrslu sálfræðingins sé ólíklegt að börnunum stafi hætt af föðurnum.

Föðurnum er því heimilt að sex vikum liðnum að taka stelpurnar þrjár úr umræðum móðurinnar með beinni aðfararaðgerð, hafi hún ekki áður fært þær til Danmerkur. Kæra úrskurðarins til Hæstaréttar frestar framkvæmd hans.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar