Lögreglan ánægð eftir verslunarmannahelgina

logreglumerki.jpg

Forsvarsmenn lögreglunnar á Austurlandi eru ánægðir með hegðun þeirra sem voru á ferð í fjórðungnum um helgina. 

Óskar Bjartmarz, yfirlögregluþjónn á Egilsstöðum segir ekki mikið hafa verið að gera og umferð gengið vel. „Allt í kringum landsmót UMFÍ var til sóma,“ segir Óskar en áætlað er að um tíu þúsund manns hafi sótt mótið á Egilsstöðum.

Jónas Wilhelmsson, yfirlögregluþjónn á Eskifirði, var sömuleiðis ánægður en hátíðin Neistaflug var haldin í Neskaupstað. Tvisvar þurfti reyndar að greiða fyrir umferð í Oddsskarðsgöngum. Engin umferðarslys urðu og engar líkamsárásir voru tilkynnar til lögreglunnar. Einn var tekinn fyrir ölvun við akstur, 32 fyrir of hraðan akstur og eitt vinnuslys varð í umræminu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar