Loftur nýr svæðisstjóri Vegagerðarinnar

Loftur Þór Jónsson hefur verið ráðinn nýr svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Austurlandi. Hann kemur til starfa í september.

Loftur er skógfræðingur að mennt og hefur búið í Bergen í Noregi frá árinu 2010. Hann var aðstoðardeildarstjóri 2019-2024 við Institutt for Byggfag við Høgskolen på Vestlandet og hefur leitt námsbraut í verkefnastjórnun í mannvirkjagerð við sama skóla sem lektor frá 2014, auk þess sem hann kennir meðal annars námskeið um framkvæmdatækni í samgöngumannvirkjum og landmælingar.

Loftur starfaði hjá Fylkesmannen í Hörðalandi 2012-2014 og hafði yfirumsjón með skógræktarmálum i Hörðalandi og eftirfylgni með stefnu stjórnvalda í málaflokknum. Á árunum 2000-2012 starfaði Loftur að skógrækt á Suðurlandi, hjá Héraðs- og Austurlandsskógum og var framkvæmdastjóri í ráðgjafarfyrirtæki á sviði skógræktar, líforku og skipulagsmála.

Loftur tekur við starfinu af Sveini Sveinssyni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar