Hluta Nesskóla lokað vegna myglusvepps

Ákveðið hefur verið að loka jarðhæð í vesturálmu Nesskóla í Neskaupstað tímabundið vegna myglusvepps. Ráðist verður í endurbætur á húsnæðinu í annað sinn á tveimur árum.


Þetta kemur fram í tilkynningu sem birt var á vef Fjarðabyggðar að loknum fundi bæjarráðs í gær þar sem ákveðið varð aloka álmunni.

Myglugró komu fram í rannsóknir eftir kvartanir starfsfólks árið 2014. Í kjölfarið var ráðist í töluverðar framkvæmdir á suðurvegg álmunnar en nú er ljóst að þær aðgerðir dugðu ekki til.

Sjö sýni voru tekin í apríl og fannst mygla í þremur þeirra. Vesturálman er elsti byggingarhluti Nesskóla, byggð árið 1930 og hýsir jarðhæðin Tónskóla Neskaupstaðar ásamt myndmenntarstofu Nesskóla.

Jarðhæðin verður lokuð frá og með deginum í dag þar til endurbótum á húsnæðinu verður lokið.Fjarlægja verður mygluð og rakaskemmd byggingarefni og klæða álmuna að utan.

Kennsla fellur niður hjá tónskólanum síðustu tvær vikur skólaársins og myndmennt verður kennd annars staðar í Nesskóla af þessum sökum.

Í tilkynningunni segir að umfang aðgerða liggi að öðru leyti ekki enn fyrir og verður á næstu vikum farið vandlega yfir ástand húsnæðisins og frekari framkvæmdaþörf.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.