Loðna til Fáskrúðsfjarðar

Nú stendur yfir löndun úr síðasta norska skipinu sem kom með loðnu til Fáskrúðsfjarðar á þessari vertíð. Alls verður nú landað 3.600 tonnum úr fjórum norskum skipum.

Loðnan er flokkuð og hluti af henni fryst.   Mynd sigaðAð sögn Magnúsar Ásgrímssonar bræðslustjóra Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði verður alls landað 3.600 tonnum af loðnu úr þessum fjórum norsku skipum sem lönduðu á Fáskrúðsfirði á þessari vertíð en norðmennirnir eru búnir með þann kvóta sem þeir fengu úthlutað á dögunum.

Fyrsta skipið Gerde Marie kom til Fáskrúðsfjarðar fimmta febrúar síðastliðinn með 880 tonn af loðnu.

,,Við erum nú að byrja að landa úr síðasta norska skipinu, þessi skip hafa komið með alls 3.600 tonn af loðnu til okkar en norðmenn eru nú búnir með kvótann sem þeim var úthlutað í byrjun vertíðar.  Loðnan er flokkuð og stærsta loðnan fer í frystingu. Kringum 25 til 30 % af því sem landað var er fryst á Rússland, afgangurinn fer í bræðslu. Við reiknum með að fara að fá loðnu af íslensku skipunum um 20. febrúar en þá verður hrognafyllingin að öllum líkindum orðin það mikil að hægt verði að frysta hrogn og auka verðmæti aflans með því. Hrognafylling loðnunnar virðist vera fyrr á ferðinni nú en stundum áður", segir Magnús.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.