Makrílvertíðin hafin á Vopnafirði

Víkingur AK kom með fyrsta makrílfarminn til Vopnafjarðar í hádeginu á laugardag. Vinnslustjóri segir vertíðina fara ágætlega af stað.


Venus kom síðan í kjölfarið og samanlagt hafa skipin landað rúmum 1000 tonnum.

Magnús Þór Róbertsson vinnslustjóri HG Granda á Vopnafirði, segir vertíðina fara ágætlega af stað. Búið sé að manna vinnsluna á Vopnafirði.

Fiskurinn sé þokkalegur, í honum sé svolítið áta en miðað við árstíma sé makríllinn svipaður og undanfarin ár.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar