Makríllinn skapar Matís vinnu

Aukning á vinnslu síldar og makríls hefur bætt verkefnastöðu starfsstöðvar Matís í Neskaupstað. Stöðin hefur eflt þjónustu sína að undanförnu.

 

"Við hér hjá Matís í Neskaupstað höfum verið að auka við þjónustu við Heilbrigðiseftirlitið á Austurlandi varðandi úrvinnslu á sýnum, til dæmis af neysluvatni og sundlaugarvatni," segir Þorsteinn Ingvarsson, stöðvarstjóri.

Hjá Matís í Neskaupstað eru þrjú full stöðugildi. Makrílveiðar skapa stöðinni einnig fleiri verkefni.
"Aukning á vinnslu síldar og makríls til manneldis hefur einnig bætt verkefnastöðu okkar verulega."

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar