Margmiðlunarsýning hefst í Sláturhúsinu um helgina

Næsta sýning í Sláturhúsinu verður margmiðlunarsýningin „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.“ Hefst hún á laugardaginn kemur.

Á vefsíðu Fljótsdalshéraðs segir að um samsýningu Landverndar og Ólafs Sveinssonar sé að ræða í samstarfi við NAUST - Náttúruverndarsamtök Austurlands og Sláturhúsið.

Sýningin verður formlega opnuð laugardaginn 3. október klukkan 17:00 og verður opin til 20:00. Eftir það verður hún opin alla virka daga frá 10:00 til 17:00 og lýkur 20. október.

Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.

Mynd: Sindri Skúlason á vefnum Fljótadalshérað.is

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.