Maríu Ásmundsdóttur Shanko boðið starf skólastjóra á Borgarfirði

Þrír umsækendur voru um starf skólastjóra í samreknum grunn- og leikskóla Borgarfjarðar eystra, var María Ásmundsdóttir Shanko metin þeirra hæfust og hefur henni verið boðið starfið.

Starf skólastjóra var auglýst í vor og var upphaflegur umsóknarfrestur til 10. maí, hann var tví framlengdur, síðast til 4. júlí.

Umsækjendur um starfið voru þrír, þær Kristín Amalía Atladóttir, Drífa Lind Harðardóttir og María Ásmundsdóttir Shanko.

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman á aukafundi þann 7. júlí til ákvörðunar um ráðningu. María var metin hæfust umsækjenda útfrá starfsreynslu og hefur því verið boðið starfið.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.