Skip to main content

Möguleikar á yfir 25 stiga hita í dag

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 12. júl 2011 11:00Uppfært 08. jan 2016 19:22

hallormsstadarskogur.jpg

Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, segir mögulegika á að yfir 25 stiga hiti mælist á Austurlandi í dag. Hitinn komst loksins upp fyrir 20°C á svæðinu í gær.

 

Hlýindin eru kærkomin eftir óvenjukaldan og hvítan júnímánuð. Einar segir reyndar á bloggsíðu sinni  að þar sem suðvestanvindurinn sé að færast í aukana sé útlit fyrir hlýjasta dag sumarsins á landsvísu.

„Fari svo að sólin nái að skína norðaustan- og austanlands meira og minna allan daginn og hafgolan nái sér ekki á strik eru talsverðar líkur til þess að einhver veðurstöðin í þessum landshlutum rjúfi 25 stiga múrinn.“

Hitinn á sjálfvirka mælinum á flugvellinum á Egilsstöðum sýndi 21°C í gær en hafgolan kældi menn niður á fjörðunum.
 
Útlit er samt fyrir skammvinna sælu að þessu sinni þar sem spáð er norðanátt og rigningu frá og með fimmtudegi.