Mikið auglýst eftir starfsfólki

vinnumalastofnun_egilsstodum.jpgAtvinnuástand á Austurlandi virðist skána með hverjum mánuðinum sem líður, ef marka má atvinnuauglýsingar í fjórðungnum. Í auglýsingapésanum Dagskránni sem dreift er í hvert hús á Austurlandi fjölgar atvinnuauglýsingum talsvert. Á fimmtudaginn síðasta birtust 10 auglýsingar þar sem auglýst er eftir fólki til starfa. Í sumum þeirra er auglýst eftir óræðum fjölda starfsmanna. Ekki er víst að svo margar atvinnuauglýsingar hafi birst í sömu viku á Austurlandi síðan fyrri hluta ársins 2008.

 

 

Grípum niður í atvinnuauglýsingar í Dagskránni:

ISS auglýsir eftir starfsfólki við þrif á Höfn.

Subway á Egilsstöðum auglýsir eftir afgreiðslufólki.

Svæðisskrifstofa Austurlands auglýsir eftir starfsmanni sem veitir unglingum með sérþarfir liðveislu.

Íslenska Gámafélagið óskar eftir meiraprófsbílsjóra í afleysingar og framtíðarstarfsmönnum í ýmis störf.

Áhaldaleiga Austurlands óskar eftir starfsmanni í ýmis verkefni.

Fjarðabyggð auglýsir eftir bæjarstjóra. Menntun kostur en ekki skilyrði.

Alcoa Fjarðaál auglýsir eftir Raf- og véliðnaðarmönnum til starfa.

Fjarðabyggð auglýsir eftir afleysingardagsforeldri í Neskaupstað.

Fjarðabyggð auglýsir tvö framtíðarstörf með 100% og 60% stöðugildi í félagslegri heimaþjónustu.

Lostæti óskar eftir hressum og dugmiklum starfsmanni í mötuneyti.

 

Ljóst er að þótt atvinnulífið á Austurlandi virðist rétta úr kútnum eru blikur á lofti í mannvirkjagerð, eins og á fleiri landssvæðum. Þegar vegagerð í Skriðdal verður lokið á haustmánuðum er ljóst að engar nýframkvæmdir verða á vegum Vegagerðarinnar næstu árin. Því eru fyrirsjáanlegar uppsagnir fjölda starfsmanna við jarðvinnu með haustinu.

Þó er vert að minnast á ýmsar blikur á lofti í atvinnumálum er tengjast álveri Fjarðaáls. Má þar nefna yfirstandandi hundruð milljóna framkvæmdir við mengunarvarnir og fyrirhugaðar ráðningar 50-80 starfsmanna við kerfóðrun.

Einnig hefur Agl.is heimildir fyrir því að mögulegt sé að Fjarðaál ráðist í framkvæmdir við stækkun steypuskála fyrirtækisins, til að bæta framleiðslugetu hans. 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar