Mikil ánægja með mæðravernd og fæðingardeild HSA

„Það skiptir Heilbrigðisstofnun Austurlands miklu máli að fá svo góðar niðurstöður,“ segir Adda Birna Hjálmarsdóttir, gæðastjóri HSA, um könnun sem framkvæmdastjórn stofnunarinnar stóð nýlega fyrir meðal kvenna sem sóttu mæðravernd innan HSA og viðhorfi þeirra til fæðingadeildar umdæmissjúkrahúss Austurlands, HSA í Neskaupstað.


Helstu niðurstöður könnunarinnar hafa verið kynntar ljósmæðrum heilbrigðisstofnunarinnar og hafa einnig verið sett upp á plaköt í biðstofum mæðraverndar. 

„Um 80% kvenna höfðu góða eða mjög góða heildarupplifun af mæðravernd HSA og 86% voru frekar eða mjög ánægðar með sónarskoðun hjá HSA. Um 90% kvenna voru frekar eða mjög ánægðar með framboð tíma í mæðravernd og fengu oft eða oftast tíma þegar þeim hentaði.


Þær konur sem höfðu, vegna heilsufars, val um fæðingarstað og völdu að fæða barn sitt á fæðingardeild HSA í Neskaupstað, völdu það vegna nálægðar við heimili og gæði þeirrar þjónustu sem þar er veitt.

Sérstaklega ánægjulegt er að sjá hvað fæðingardeildin og starfsfólkið þar fær góða dóma og fallegar umsagnir, en 97% þeirra kvenna sem fæddu barn sitt á fæðingardeild HSA mæla með því að fæða barn sitt þar. Við viljum hafa fæðingardeild í Neskaupstað og hvetjum því konur til þess að fæða í heimabyggð,“ segir Adda Birna.

A1 plakat mynd

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.