Mikilvægt að huga áfram að almennri heilsu

Ekkert nýtt covid-19 smit greindist á Austurlandi síðasta sólarhring. Brýnt er fyrir íbúum að huga áfram að almennri heilsu sinni og ekki hika við að leita til heilsugæslu ef á þarf að halda.

Þetta kemur fram í tilkynningu aðgerðastjórnar almannavarnanefndar Austurlands. Alls hafa greinst átta smit á svæðinu, sex hafa hlotið bata en tveir einstaklingar eru enn í einangrun.

Tuttugu manns eru sóttkví, heldur færri í gær. Vika er í dag liðin frá því að síðast greindist smit á svæðinu og önnur vika frá þar síðasta smiti. 

Í tilkynningunni segir gleðilegt að nýjum smiti fari mjög fækkandi á landsvísu. Svo virðist sem fyrirbyggjandi aðgerðir af hálfu sóttvarnayfirvalda séu að skila árangri, nokkuð sem ekki síst ber að þakka íslenskum almenningi sem hefur virt sóttvarnatilmæli.

Minnt er á frá frá byrjun faraldurs hafi sóttvarnayfirvöld og landlæknir ítrekað mikilvægi þess að fólk hætti ekki að leita til heilbrigðiskerfisins hafi það til þess einhverja ástæðu.

Aðgerðastjórnin telur mikilvægt að taka sérstaklega undir þau orð nú og bendir þeim sem eiga við heilbrigðisvanda eða vanlíðan að stríða að hringja í sína heilsugæslustöð eða hafa samband í gegnum almenn skilaboð á heilsuvera.is. Einnig má benda á hjálparsíma Rauða krossins 1717 og vaktsíma heilsugæslunnar 1700 utan dagvinnutíma.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar