Miklar annir hjá björgunarsveitum á Austfjörðum
Björgunarsveitir á Seyðisfirði, Eskifirði og Fáskrúðsfirði hafa verið að í nótt og morgun. Flest verkefnin hafa snúistum að koma heilbrigðisstarfsfólki og öðrum til og frá vinnu. Einnig hefur verið eitthvað um fokverkefni og fasta bíla vegna ófærðar.
Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að nú undir hádegi bárust svo tilkynningar á Seyðisfirði um fok á lausamunum og einn bát sem var að losna í höfninni.
„Strákarnir á Seyðisfirði voru að klára að koma böndum á bátinn og festa hann við bryggju,“ segir Davíð Már.
Mynd: Landsbjörg