Minna Austfirðinga á að gæta sín í fjölmenni

Ekki hefur fjölgað í hópi þeirra Austfirðinga sem eru í sóttkví vegna Covid-19 faraldursins síðan fyrir helgi. Þeir eru níu talsins samkvæmt tilkynningu sem aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands sendi frá sér í gærkvöldi.

Fjögur ný smit hafa greinst á landinu á innan við viku, öll á höfuðborgarsvæðinu. Sóttvarnayfirvöld fylgjast náið með þróun mála þar en á fimmta hundrað manns á landinu öllu eru í sóttkví.

Því beinir aðgerðastjórnin þeim tilmælum til Austfirðinga að huga vel að eigin smitvörnum, gæta að sér í fjölmenni, halda fjarlægð, þvo sér reglulega um hendur og bera spritt á snertifleti.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar