Minna fyrirtæki og stofnanir á að gæta áfram varúðar

Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands hvetur starfsmenn fyrirtækja og stofnana að breyta ekki því skipulagi sem tekið hefur verið upp til að hindra útbreiðslu Covid-19 veirunnar.

Þetta kemur fram í tilkynningu dagsins frá aðgerðastjórninni. Áréttað er að enn sé hætta á að einstaklingar geti smitast og annað hvort smitað annað fólk eða orðið til þess að það þurfi í sóttkví. Þess vegna sé tveggja metra reglan enn í gildi.

Sérstaklega er vakin athygli starfsmanna fyrirtækja og stofnana á að gæta áfram varúðar og breyta ekki því skipulagi sem tekið hefur verið upp til að forðast smit fyrr en það hefur verið ráðlagt af sóttvarnayfirvöldum.

Tveir eru enn í sóttkví á Austurlandi vegna Covid-19 faraldursins. Enginn er í einangrun.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar