Minni áhrif eystra í mars
Minni fækkun varð á fjölda gistinátta á Austurlandi í mars heldur en í öðrum landshlutum. Merkja má samt veruleg áhrif Covid-19 faraldursins í hagtölum ferðaþjónustu á svæðinu.Samkvæmt tölum Hagstofunnar yfir gistinætur í mars fækkaði þeim um 29% milli ára í marsmánuði, voru 3500 nú en voru 4929. Fækkunin er samt mun minni en í öðrum landshlutum þar sem hún er um, eða jafnvel yfir, 50%.
Þetta högg virðist koma á sama tíma og ferðamennska á Austurlandi hefur verið í uppsveiflu. Þrátt fyrir samdráttinn fjölgar gistinóttum á svæðinu á tímabilinu yfir 12 mánaða tímabilið apríl 2019 til mars 2020 um 14%, samanborið við sama tíma áður.
Þessarar þróunar gætir líka í fjölda herbergja sem fjölgaði um 26,2% á milli ára á Austurlandi í mars. Yfir landið er þessi fjölgun 3,3%. Herbergjanýting á Austurlandi minnkaði um 10,9% sem aftur en minna en öðrum landshlutum. Á sunnanverðu landinu minnkaði hún um 40% en 20% annars staðar.
Í skammtímavísum um ferðaþjónustu, sem Hagstofan gaf út nýverið, kemur fram að umferð um hringveginn á Austurlandi hafi minnkað um 33%. Það er svipað hlutfall og yfir landið. Þó minnkar umferðin á 12 mánaða tímabili frá apríl-mars um 4%, sem er meira en víðast annars staðar.