Mótorhjólaslys í Mjóafirði

Slys varð um miðjan dag í gær á Mjóafjarðarvegi þegar ökumaður bifhjóls féll þar í beygju með þeim afleiðingum að hjólið féll ofan á viðkomandi.

Viðkomandi ökklabrotnaði og hlaut skrámur en samkvæmt upplýsingum lögreglu sem á staðinn kom voru meiðslin ekki alvarleg. Hjálpaði þar eflaust til að í bifreið á eftir hjólinu þegar slysið átti sér stað reyndust vera tveir læknar á ferðalagi sem komu ökumanni bifhjólsins strax til aðstoðar meðan beðið var sjúkrabíls.

Viðkomandi var í kjölfarið fluttur undir læknishendur í sjúkrahúsinu í Neskaupstað.

Á meðfylgjandi mynd frá Visit Austurland má sjá tiltölulega krappar beygjurnar upp á Mjóafjarðarheiðina en þar átti slysið sér stað.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar