Myndasyrpa: Fjarðabyggð vann Hött
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 29. ágú 2011 16:04 • Uppfært 08. jan 2016 19:22
Fjarðabyggð hafði betur gegn Hetti í seinni Austfjarðaslagnum í 2. deild
karla í knattspyrnu á Vilhjálmsvelli fyrir skemmstu. Stefán Þór
Eysteinsson og Mirnes Smajlovic skoruðu mörk gestanna.
Við tapið féll Höttur niður í þriðja sæti deildarinnar og er þar enn, þrátt fyrir 0-2 sigur á ÍH á laugardag, tveimur stigum á eftir toppliði Tindastóls/Hvatar. Fjarðabyggð tapaði á móti fyrir Aftureldingu 3-0 í Mosfellsbæ og er í sjöunda sæti, sex stigum frá toppnum. Þrjár umferðir eru eftir í deildinni.
Agl.is mætti með myndavélina á Vilhjálmsvöll.













