Nýkjörin bæjarstjórn Fjarðabyggðar á fyrsta fundi

Fyrsti fundur nýkjörinnar bæjarstjórnar Fjarðabyggðar að afloknum sveitarstjórnarkosningum 29. maí síðasliðinn var haldinn í Steinasafni Petru á Stöðvarfirði í dag mánudag 21. júní  klukkan 16:00. 

baejarstjorn_fjardarbyggdar_psor.jpgGuðmundur Þorgrímsson starfsaldursforseti nýkjörinnar bæjarstjórnar setti fund og stjórnaði honum fram að kjöri nýs forseta bæjarstjórnar.

Jón Björn Hákonarson var kjörinn forseti bæjarstjórnar, samhljóða og tók hann við stjórn fundarins. Fyrsti varaforseti var kjörinn Jens Garðar Helgason og annar varaforseti Elvar Jónsson.

Aðalmenn í bæjarráði voru kjörnir Jens Garðar Helgason formaður, Jón Björn Hákonarson varaformaður og  Elvar Jónsson.

Fundargerð fundarins.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar