Norðfjarðargöng: Flestir starfsmenn Metrostav hafa lokið störfum

Flestir starfsmenn tékkneska verktakans Metrostav eru farnir af starfssvæði Norðfjarðarganga því vinnu þeirra við þau er að mestu lokið. Hafin er vinna við vegagerð í göngunum sjálfum.


Vinnu við vatnsklæðingar og sprautusteypun er lokið og því eru nú ákveðin þáttaskil í verkinu. Vinna við raflagnir og vegagerð í göngunum taka við og eru þau verk fyrst og fremst unnin af starfsmönnum Suðurverks og undirverktaka þeirra.

Vinna við raflagnir er hafin inni í göngum, þá aðallega við ýmsa undirbúningsvinnu í tæknirýmum svo sem lögn strengstiga, samhliða uppsetningu grinda fyrir kerfisgólf.

Í byrjun mánaðarins var lokið við að draga 1 KV rafstreng í gegnum göngin. Alls voru þetta tíu mislangir leggir sem dregið var í, allt frá 500 m upp í 1160 m. RARIK vinnur nú að því að skeyta kaplinum saman og undirbúa hann fyrir því að hleypa spennu á hann.

Í síðustu viku byrjaði verktakinn að keyra út neðra burðalagi inn í göngin og er efninu ekið frá Fannardal, þar sem það var unnið.

Mikil vinna er framundan í göngunum, en stefnt er að því að malbika þau með vorinu.

 

 nordfjardargong 20170208 2 web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar