Norsk herflugvél á Egilsstaðaflugvelli

Margir Egilsstaðabúar ráku upp stór augu í dag þegar grá herflutningavél lenti á flugvellinum laust eftir hádegi. Um var að ræða vél frá norska flughernum sem ber nafnið Idunn.

Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu er koma vélarinnar liður í undirbúningi Norðmanna vegna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins hérlendis 2020 en aðflugsæfingar að varaflugvöllunum á Akureyri og Reykjavíkur og Egilsstöðum eru þáttur í henni.

Vélin er að svokallaði Super Hercules gerð, eða Lockheed Martin C-130J. Herkúlesarvélarnar er sú tegund herflugvéla sem lengst hefur verið í notkun í heiminum.

Þessi tiltekna lína hefur verið í notkun í 20 ár og af henni eru ríflega 400 vélar í 18 löndum. Norski flugherinn pantaði á sínum tíma fjórar en ein þeirra fórst í Svíþjóð árið 20120.

Herkúlesarvélarnar hafa getið sér góðs orðs fyrir flughæfni við erfiðar aðstæður. Þær geta bæði lent og tekið á loft af stuttum brautum, líkt og vélin sýndi í þegar þegar hún sveigði beint til vinstri yfir miðbæ Egilsstaða þegar hún fór á loft eftir um klukkutíma stopp.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar