Nýtt mastur rís að Eiðum

Nýtt mastur mun að öllum líkindum rísa að Eiðum innan tíðar en það þó öllu lægra en Eiðamastrið fræga sem fellt var fyrir rúmu einu og hálfu ári síðan.

Um er að ræða fjarskiptamastur sem fyrirtækið Íslandsturnar Sendastaðir hf. hyggjast reisa að Eiðum 50 en mastrið verður rúmlega 21 metri að hæð.

Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvers konar fjarskiptasamband skal bæta með nýja mastrinu en fyrirtækið er þekkt fyrir að reisa slík möstur til að þjónusta ýmsa aðila í útvarps og netþjónustu. Þekkt er að farsíma- og netsamband er fremur slæmt á köflum í Hjaltastaðaþinghá og Hróarstungu og köll verið eftir að bætt verði þar úr.

Erindi Íslandsturna var tekið fyrir hjá umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings fyrir skömmu og þar samþykkt að þar sem áformin hafi ekki veruleg grenndaráhrif var fallið frá kröfu um grenndarkynningu og málinu vísað til byggingarfulltrúa sveitarfélagsins.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.