Nýtt smit greint á Austurlandi
Eitt nýtt covid-19 smit hefur verið greint á Austurlandi síðastliðinn sólarhring. Sá smitaði var í sóttkví er hann greindist.Þetta kemur fram í tilkynningu aðgerðastjórnar almannavarnanefndar Austurlands. Smit á svæðinu eru þar með orðin átt talsins, en tveir af þeim losnuðu úr einangrun fyrr í vikunni.
Áfram fækkar þeim sem eru í sóttkví, eru 27 en voru 31 í gær.
Enn er beðið niðurstöðu úr skimun Íslenskrar erfðagreiningar og HSA frá því um helgina og á mánudag. Vonast er til að þær berist fljótlega og verða þá kynntar.