Ókeypis garðsláttur í boði fyrir aldraða og öryrkja
Nýlega voru samþykktar af sveitarstjórn Múlaþings reglur um garðslátt fyrir eldri borgara og öryrkja. Samkvæmt þeim geta eldri borgarar og öryrkjar átt rétt á allt að þremur gjaldfrjálsum garðsláttum yfir sumarið.Þetta kemur fram á vefsíðu Múlaþings. Þar segir að garðslátturinn sé í boði ef aldraðir og öryrkjar uppfylla eftirtalin skilyrði.
Umsækjandi eigi lögheimili í sveitarfélaginu Múlaþingi.
Umsækjandi hafi eingöngu tekjur vegna grunnlífeyris, s.s. örorkulífeyri eða ellilífeyri frá Tryggingastofnun.
Þjónustan er að jafnaði ekki veitt ef aðrir heimilismenn, 18 ára og eldri, geta sinnt henni.
Starfsmaður félagsþjónustu meti aðstæður umsækjanda þannig að hann geti ekki sinnt garðslætti sjálfur. Hægt er að óska eftir læknisvottorði því til staðfestingar.
Hægt er að sækja um garðslátt á heimasíðu Múlaþings, með rafrænum skilríkjum í gegnum umsóknir.
Mynd: mulathing.is