Ökumaður sektaður fyrir að aka um með farþega á pallbíl

Lögreglan á Austurlandi sektaði níu ökumenn fyrir of hraðan akstur í síðustu viku. Ökumaður var sektaður fyrir að hafa farþega á palli bifreiðar, viku eftir að slíkur farþegi slapp lítið slasaður úr óhappi.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Austurlandi fyrir nýliðna viku en alls voru 100 verkefni skráð í bókina, flest úr umferðinni.

Níu voru teknir við of hraðan akstur, fjórar tilkynningar bárust um að ekið hefði verið á búfé og fjögur umferðaróhöpp urðu þó án mikilla meiðsla.

Aðfaranótt sunnudags kviknaði í bifreið sem ekið hafði út af. Mikil mildi þykir að ökumaður og farþegar hafi sloppið lítið slasaðir frá því óhappi.

Ökumaður var sektaður fyrir að aka með farþega á palli bifreiðar. Í tilkynningu lögreglu er minnt á að ekki þurfi að hafa mörg orð um hve hættulegt það geti verið. Vikuna á undan féll farþegi af palli bifreiðar sem ekið var innanbæjar. Mildi er talið að ekki hafi þar orðið stórslys en sá var fluttur á Sjúkrahúsið í Neskaupstað til aðhlynningar.

Þá hafði lögreglan afskipti af ferðalöngum sem tjaldað höfðu utan tjaldsvæða. Þeir tóku vel upp í að færa sig með sitt hafurtask á tjaldsvæði þegar þeim var bent á það væri skylt lögum samkvæmt.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.