Pantaði á annað hundrað raftækja í nafni álversins til nota í eigin þágu

Héraðsdómur hefur dæmt fyrrum starfsmann Alcoa Fjarðaáls í 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til endurgreiða fyrirtækinu tæpar tíu milljónir króna sem er andvirði raftækja sem hann pantaði í nafni fyrirtækisins til eigin nota.


Ein pöntun er frá árinu 2008 en annars eru brotin framin á árunum 2011-2015. Um er að ræða 145 raftæki frá þremur innlendum birgjum. Í ákæru segir að maðurinn hafi frá upphafi ætlað tækin í eigin þágu.

Á listanum má meðal annars finna yfir 20 heyrnartól, annað eins af hljóðnemum, 7 iPad spjaldtölvur, 4 iPhone farsíma, 6 snjallúr, myndavélabúnað, fartölvu, ljósmyndaramma, vekjaraklukku,

Maðurinn játaði brot sín greiðlega fyrir dómi og var samvinnufús við rannsókn málsins en það er talið honum til tekna við ákvörðun refsingar. Þá hefur hann ekki áður sætt refsingu. Á móti áttu brotin sér stað um langt tímabil, tilvikin voru fjölmörg og vörðuðu verulegri upphæð.

Maðurinn var því dæmdur í 12 mánaða fangelsi skilorðsbundið til þriggja ára, til að endurgreiða Fjarðaáli 9,7 milljónir með vöxtum auk hálfrar milljónar í málskostnað og skipuðum verjanda sínum tæpar 250 þúsund krónur.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.