Pókerklúbburinn Bjólfur styrkir björgunarsveitina Ísólf

Pókerklúbburinn Bjólfur, sem samanstendur að mestu leyti af brottfluttum Seyðfirðingum heldur styrktarmót í byrjun janúar á hverju ári. Í ár verður mótið á netinu og hafa meðlimir klúbbsins ákveðið að styrkja Björgunarsveitina Ísólf á Seyðisfirði,

Þetta kemur fram á Facebook síðu klúbbsins. Á síðunni er rifjað upp að skriður féllu á Seyðisfjörð rétt fyrir jólin og var eignartjón mjög mikið.

Jón Kolbeinn Guðjónsson annar stjórnarmanna klúbbsins segir að á liðnum árum hafi yfirleitt um 30 manns tekið þátt í þessu móti.

„Við höfum hingað til leigt sal í Reykjavík undir mótið,“ segir Jón Kolbeinn. „Nú þegar mótið neyðist á netið vonum við að fleiri taki þátt einkum í ljósi þess að við erum að styrkja björgunarsveitina Ísólf.“

Á Facebook síðunni segir einmitt að þar sem aðstæður í samfélaginu leyfa ekki nein mannamót eins og t.d. styrktarmót, hefur verið ákveðið að mótið muni verða rafrænt í ár. Í samstarfi við Coolbet verður styrktarmót Bjólfs því haldið hjá þeim

„Mun Coolbet borga 10 evrur (ca. 1.500 kr.), fyrir hvern þátttakanda, til björgunarsveitarinnar Ísólfs. Þátttökugjald eru 20 evrur (ca. 3.000 kr.) á keppanda sem fer í vinningssjóð fyrir efstu keppendur," segir á Facebook síðu klúbbsins.

Mótið fer fram föstudaginn 8. janúar kl. 20:00

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.