Skip to main content

Rekstur Seyðisfjarðar 75 milljónum á eftir áætlun í fyrra

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 01. sep 2011 10:55Uppfært 08. jan 2016 19:22

seydisfjordur.jpgSjötíu milljóna króna tap varð á rekstri Seyðisfjarðarkaupstaðar á seinasta ári þótt gert væri ráð fyrir hagnaði í áætlunum. Unnið er að úttekt á stöðu og rekstri sveitarfélagsins.

 

Ólafur Hr. Sigurðsson, lét óvænt af störfum sem bæjarstjóri Seyðisfjarðarkaupastaðar í vor eftir að ársreikningur 2010 lá fyrir. Niðurstaðan var sú að tap á rekstrinum var 70 milljónir þótt gert væri ráð fyrir 5 milljóna afgangi. Eigið fé bæjarsjóðs var í árslok neikvætt um 190 milljónir þótt í A-hluta væri það jákvætt um 130 milljónir.

Við starfi hans tók Vilhjálmur Jónsson, formaður bæjarráðs. Í nýjasta tölublaði Austurgluggans kemur fram að Vilhjálmur gegni starfinu á meðan farið er yfir stöðuna. Haraldur L. Haraldsson hefur unnið úttekt og gert tillögu að nýju skipuriti sem er til meðferðar hjá kjörnum fulltrúum Seyðfirðinga.

 „Hér er búinn að vera viðvarandi hallarekstur í langan tíma og við vildum fá utanaðkomandi aðila til að taka út reksturinn“ segir Vilhjálmur.