Ráðherra: Vinnubúðir Alcoa henta ekki sem fangelsi

ogmundur_jonasson.jpgÖgmundur Jónasson, innanríkisráðherra, útilokar að vinnubúðum Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði verði breytt í fangelsi. Útlit er fyrir að þær verði fjarlægðar á árinu.

 

„Það var gerð könnun á nýtingu vinnubúðanna sem fangelsis og sú könnun leiddi í ljós að það yrði óhagkvæmur kostur,“ er haft eftir Ögmundi í nýjasta tölublaði Austurgluggans.

Hann segir menn horfa á fangelsi á fangelsi í nágrenni við afkastamestu dómstólana á höfuðborgarsvæðinu. Það sé hagstæðast í rekstri. Verið sé að endurskoða lög um samfélagsþjónustu til að stytta biðlista eftir styttri afplánun.

Stöðuleyfi Alcoa fyrir búðunum gildir út árið 2011. Austurglugginn segir að ekki hafi verið sótt um framlengingu og því bendi allt til að búðirnar verði fjarlægðar á þessu ári.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar