Rjúpa veidd af þjóðveginum á Jökuldal utan veiðitíma
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 18. okt 2011 20:55 • Uppfært 08. jan 2016 19:22
Tíu dagar eru enn í að rjúpnaveiðar hefjist í ár og kvótinn er af
skornum skammti. Um helgina sást samt til rjúpnaskyttu á þjóðveginum um
Jökuldal.
Frá þessu segir notandi á spjallvefnum Hlað.is þar sem skotveiðiáhugamenn ræða saman. „Þegar að ég ætlaði að taka fram úr bíl á Jökuldalnum í dag sveigði sá bara á vitlausan vegarhelming og rak rörið út um gluggann og skaut þar rjúpu rétt utan við veg,“ ritaði Konni EYJA í gærkvöldi.
„Hann var reyndar skratti aumingjalegur þegar hann fattaði að ég var stopp fyrir aftan hann. Svo stökk bara annar út og náði í fenginn.“
Engar frekari upplýsingar eru gefnar um hver þar hafi verið á ferðinni. Athæfi veiðimannsins stangast samt á við lög þar sem tíu dagar eru þar til leyft verður að veiða rjúpu.
Talið er að rjúpnastofninn hafi minnkað um næstum helming á milli ára. Því er aðeins leyfilegt að veiða 31.000 fugla í ár. Veiðitímabilið dreifst á fjórar helgar, 28. – 30. október, 5. – 6., 19. – 20. og 26.- 27. nóvember.
„Hann var reyndar skratti aumingjalegur þegar hann fattaði að ég var stopp fyrir aftan hann. Svo stökk bara annar út og náði í fenginn.“
Engar frekari upplýsingar eru gefnar um hver þar hafi verið á ferðinni. Athæfi veiðimannsins stangast samt á við lög þar sem tíu dagar eru þar til leyft verður að veiða rjúpu.
Talið er að rjúpnastofninn hafi minnkað um næstum helming á milli ára. Því er aðeins leyfilegt að veiða 31.000 fugla í ár. Veiðitímabilið dreifst á fjórar helgar, 28. – 30. október, 5. – 6., 19. – 20. og 26.- 27. nóvember.