Skip to main content

Þrjátíu fíkniefnamál en engin slagsmál á Eistnaflugi

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 12. júl 2011 10:21Uppfært 08. jan 2016 19:22

Tæplega þrjátíu fíkniefnamál komu upp í tengslum við þungarokkshátíðina Eistnaflug sem haldin var í Neskaupstað um helgina. Engar kærur vegna ofbeldisbrota hafa enn borist.
logreglumerki.jpg
 

Í skýrslu lögreglunnar á Eskifirði segir að þeir fíkniefnaskammtar sem gerðir voru uppteknir hafi verið litlir neysluskammtar. Einn var tekinn við ræktun kannabisefna. Hann var með fjórar plötur sem voru vel á veg komnar.

Eskfirðingar nutu aðstoðar frá ríkislögreglustjóra við fíkniefnaeftirlit á hátíðinni. Sextán voru stöðvaðir og kærðir fyrir of hraðan akstur. Þrír eru grunaðir um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna.

Bifreið var stolið af Héraðsverki í Neskaupstað og henni ekið út af í Hólmahálsinum aðfaranótt laugardags. Litlu munaði að bifreiðin hefði farið fyrir björg en ökumaðurinn stakk af frá vettvangi. Málið telst nú upplýst.

Engar kærur vegna ofbeldisbrota bárust lögreglunni í tengslum við hátíðina.