Þrjátíu fíkniefnamál en engin slagsmál á Eistnaflugi

Tæplega þrjátíu fíkniefnamál komu upp í tengslum við þungarokkshátíðina Eistnaflug sem haldin var í Neskaupstað um helgina. Engar kærur vegna ofbeldisbrota hafa enn borist.
logreglumerki.jpg
 
Í skýrslu lögreglunnar á Eskifirði segir að þeir fíkniefnaskammtar sem gerðir voru uppteknir hafi verið litlir neysluskammtar. Einn var tekinn við ræktun kannabisefna. Hann var með fjórar plötur sem voru vel á veg komnar.

Eskfirðingar nutu aðstoðar frá ríkislögreglustjóra við fíkniefnaeftirlit á hátíðinni. Sextán voru stöðvaðir og kærðir fyrir of hraðan akstur. Þrír eru grunaðir um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna.

Bifreið var stolið af Héraðsverki í Neskaupstað og henni ekið út af í Hólmahálsinum aðfaranótt laugardags. Litlu munaði að bifreiðin hefði farið fyrir björg en ökumaðurinn stakk af frá vettvangi. Málið telst nú upplýst.

Engar kærur vegna ofbeldisbrota bárust lögreglunni í tengslum við hátíðina.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.