Rúmar 64 milljónir austur í húsafriðunarverkefni

Rúmar 64 milljónir voru veittar til margvíslegra austfirskra verkefna þegar úthlutað var úr húsafriðunarsjóði fyrir skemmstu. Faktorshúsið á Djúpavogi er það verkefni sem hæsta styrkinn fær á landsvísu.

Að þessu sinni er veitt tíu milljónum til Faktorshússins en endurbygging þess hófst árið 2007. Húsið, sem stendur neðan við Löngubúð, var byggt árið 1848 og friðlýst 1990.

Endurbygging gömlu kirkjunnar á Djúpavogi er einnig meðal þeirra verkefna sem mest fá, fimm milljónir.

Fáir staðir státa af jafn mörgum húsum sem fá styrki og Seyðisfjörður, 18 talsins.

Alls var úthlutað 340,7 milljónum króna að þessu sinni til 215 verkefna.

Austfirsku verkefnin sem fengu styrki. Upphæðir eru í þúsundum króna.

Friðlýstar kirkjur
Áskirkja Fellum, 1.500
Eiðakirkja, Fljótsdalshéraði, 1.000
Eiríksstaðakirkja, Jökuldal 1.000
Fáskrúðfjarðarkirkja, 1.250
Gamla kirkja Djúpavogi, 5.000
Hofskirkja í Álftafirði, 1.500
Klyppsstaðakirkja, Loðmundarfirði, 2.000
Kolfreyjustaðarkirkja, Fáskrúðsfirði, 1.200
Norðfjarðarkirkja, 1.000

Friðlýst hús og mannvirki
Faktorshúsið, Djúpavogi, 10.000
Gamli skóli, Seyðisfirði, 2.000
Randulffssjóhús, Eskifirði, 900

Friðuð hús og mannvirki
Angro, Hafnargata 35, Seyðisfirði, 2.500
Björgvin, Vesturvegur 5, Seyðisfirði, 200
Elverhöj, Vesturvegur 3, Seyðisfirði, 1.400
Fjörður 1, Seyðisfirði, 500
Framhús, Hafnargata 6, Seyðisfirði, 2.200
Gamla Bókabúðin, Austurvegur 23, Seyðisfirði, 900
Gamla Kaupfélagið/Bakkeyrarhús, Borgarfirði eystra, 500
Garvarí , Vesturvegur 3b, Seyðisfjörður, 1.000
Gíslahús, Austurvegi 51, Seyðisfjörður, 2.500
Ingimundarhús – þurrabúðarhús, Oddagata 1, Seyðisfirði, 5.000
Járnhúsið, Fossgata 4, Seyðisfjörður, 800
Kaupvangur, Hafnargata 15, Fáskrúðsfirði, 750
Kiddýjarhús, Vesturvegur 4, Seyðisfirði, 900
Ormsstaðir, Breiðdal, 500
Pósthúsið, Norðurgata 6, Seyðisfirði, 2.000
Rangá 1, Hróarstungu, 2.000
Skaftfell, Austurvegur 42, Seyðisfirði, 1.000
Torfhús í Hjarðarhaga (Miðhús) Jökuldal, 450
Turninn, Hafnargata 34, Seyðisfirði, 800
Wathne Hús, Hafnargata 44, Seyðisfirði, 1.000
Þórsmörk, Þiljuvellir 11, Neskaupstað, 750

Önnur hús og mannvirki
Garður, Hafnargata 42, Seyðisfirði, 600
Jórvík, Breiðdal, 800
Karlsstaðir (gamli bærinn), Berufirði, 500
Kjarvalshvammur, Hjaltastaðaþinghá, 600
Lindarbakki, Breiðdal, 1.000
Skógar, Garðarsvegur 9, Seyðisfirði, 300
Sólvangur, Vogaland 12, Djúpavogi, 400
Sundhöll Seyðisfjarðar, 1.500

Húsakannanir
Húsasaga Seyðisfjarðarkaupstaðar – endurútgáfa, 400

Styrkir til að vinna tillögu að verndarsvæði í byggð
Austurvegur og Suðurgata á Seyðisfirði, Seyðisfjarðarkaupstaður, 3.740

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.