Rúmar sjö milljónir til austfirskra safana
Fjögur austfirsk söfn fengu samanlagt 7,2 milljónir króna þegar úthlutað var úr safnasjóði fyrir skemmstu. Hæsti styrkurinn fór til Tækniminjasafns Austurlands.Alls er úthlutað tæpum 114 milljónum króna, 84,3 milljónum til verkefnastyrkja og 29,6 milljóna í rekstrarstyrkja.
Af rekstrarstyrkjunum koma 3,4 milljónir austur. Minjasafn Austurlands fær eina milljón en Minjasafnið á Bustarfelli, Sjóminjasafn Austurlands og Tækniminjasafn Austurlands 800 þúsund hver.
Tækniminjasafnið fær hæsta verkefnastyrkinn, 1,4 milljónir í klisjusafn sem er samstarfsverkefni um framlag til sögu prents og prentiðnar. Sjóminjasafn Austurlands fær 1,2 milljónir til að mynda og skrá safnmuni í gagnagrunninn Sarp.
Minjasafnið á Bustarfelli fær tvo 450 þúsund króna styrki. Annan til forvörslu gamalla búvéla, hinn til að halda Bustarfellsdaginn. Þá fær Minjasafn Austurlands 400.000 króna styrk í málþing og námskeiðaröð sem safnið stendur að með Handverks- og hússtjórnarskólanum á Hallormsstað.