Sameingin samþykkt í Breiðdalshreppi

85% þeirra sem kusu á Breiðdalsvík í dag um sameiningu Breiðdalshrepps og Fjarðabyggðar greiddu atkvæði með sameiningu.

Alls greiddu 100 atkvæði og sögðu 85 þeirra já. 14 sögðu nei en einn seðill var auður. Á kjörskrá voru 155 og kjörsókn því 64,5%.

Í Fjarðabyggð verður talið á Eskifirði. Tveir kjörkassar af fimm voru komnir í hús um klukkan hálf tólf. Kjörsókn í sveitarfélaginu var um 30%.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar