Samningur um innanlandsflug endurnýjaður

Samgönguráðuneytið hefur endurnýjað samning sinn við Air Iceland Connect um flug milli Egilsstaða og Reykjavíkur. Framlengingin gildir til 19. maí.

Samkomulagið var upphaflega gert um miðjan apríl og átti þá að gilda til 4. maí þegar tilslakanir á samkomubanni tóku gildi.

Í frétt frá ráðuneytinu í gær segir að samningurinn hafi verið endurnýjaður og gildi nú til 19. maí. Hann gerir ráð fyrir 3-6 ferðum í vikulega milli Egilsstaða og Reykjavíkur.

Samkvæmt upplýsingum úr bókunarkerfi Air Iceland Connect er gert ráð fyrir einni ferð á dag milli Reykjavíkur og Egilsstaða út maí. Í júní og júlí er gert ráð fyrir tveimur ferðum alla daga. Þrjár ferðir á dag, sú tíðni sem var áður en Covid-19 faraldurinn skall á um miðjan mars, eru ekki á áætlun fyrr en í ágúst.

Eins og Austurfrétt greindi frá í gær hefur orðið mikill samdráttur í innanlandsflugi. Farþegar um Egilsstaðaflugvöll í apríl voru 10% af því sem þeir voru í sama mánuði fyrir ári.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.