Sautján sækja um stöðu sveitarstjóra í Fljótsdal

Alls bárust átján umsóknir um stöðu sveitarstjóra í Fljótsdal en einn hefur dregið sig til baka. Umsóknarfrestur rann út 8. apríl síðastliðinn.

Starfið var auglýst í lok mars. Ráðið er í starfið frá 1. júní út yfirstandandi kjörtímabil sveitarstjórnar sem lýkur um mitt ár 2022.

Í auglýsingu er meðal annars farið fram á leiðtogahæfni, frumkvæði, hugmyndaauðgi, hæfni í mannlegum samskiptum, reynslu af stjórnun, rekstri og sveitarstjórnarmálum og áhuga á að byggja upp samfélagið, ímynd og stefnumótun.

Eftirtalin sækja um starfið:
Arngrímur Viðar Ásgeirsson, verkefnastjóri
Ásgeir Þórhallsson, viðskiptafræðingur
Bjarni Jónsson, verkefnastjóri
Geir Sigurpáll Hlöðversson, byggingaverkfræðingur
Gréta Jóna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri
Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri
Hreinn Sigmarsson, framkvæmdastjóri
Jóhann Hjalti Þorsteinsson, sagnfræðingur
Jónína Brynjólfsdóttir, viðskiptalögfræðingur
Karl Ingiberg Emilsson, verkefnastjóri
Kristín Amalía Atladóttir, framkvæmdastjóri
Ólafur Áki Ragnarsson, verkefnastjóri
Rúnar Sigríksson, íþróttafræðingur
Skeggi G. Þormar, forstöðumaður
Sólborg Lilja Steinþórsdóttir, framleiðslumaður
Þór Steinarsson, stjórnsýslufræðingur
Þórarinn Þórhallsson, framkvæmdastjóri

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.