Segja nýju sóttvarnareglurnar galnar

Formenn þriggja knattspyrnudeilda á Austurlandi segja að nýju sóttvarnarreglurnar sem kynntar voru í vikunni séu fullkomnlega galnar og þýða að fólk missir traust á yfirvöldum og þeim atburðum sem eru í gangi.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem formennirnir hafa sent frá sér. Þar segir einnig að það hljóti að vera eðlilegt að félög í þeim landshlutum þar sem engin smit eru fái að minnsta kosti að sitja við sama borð á félög í höfuðborginni.

„Við sjáum ekki að það sé meiri smithætta á knattspyrnuæfingum liða í 2. deild en úrvalsdeild á sama landssvæði. Klárlega er meiri smithætta á æfingum hjá KR eða Val en hjá liðum á Austfjörðum eins og staðan er í dag og reyndar eins og staðan er búin að vera í öllum þessum faraldri,“ segir m.a. í yfirlýsingunni sem formenn knattspyrnudeilda Leiknis, Hattar/Hugins og Fjarðabyggðar undirrita.

„Ef ekki tekst að fá vit í þessar reglur núna verður að leggja hart að sóttvarnayfirvöldum að hafa endurskoðunardagsetningu á milli hátíða....að hafa þessar nýju reglur í hátt í fimm vikur er til að kóróna galskapinn.“

Ekki varfærnislegt

Þórólfur Guðnason sóttvernarlæknir kom inn á þetta á upplýsingafundinum í morgun. Þar svaraði hann spurningunni um afhverju íþróttir væru leyfaðar hjá afreksfólki en ekki íþróttafólki sem telst ekki í þeim hópi.

Þórólfur segir að ef allt íþrótt­astarf væri leyft væru það ekki var­færn­is­legar tilslakanir.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.