Seinheppin sveit að sunnan

Það gekk ekki þrautalaust fyrir um 50 björgunarsveitarmenn úr Reykjavík að komast austur á Hérað til aðstoðar við leit að týndri rjúpnaskyttu.


Í fyrsta lagi fór flugvélin sem fara átti með hópinn austur klukkutíma síðar í loftið en áætlað var. Afísingarbúnaður virkaði ekki sem skyldi og skipta þurfti um vél. Hún lenti á Egilsstöðum um klukkan eitt.

Hópurinn var síðan ferjaður í tveimur rútum frá flugvellinum upp stjórnstöðina í björgunarsveitahúsinu. Ekki vildi betur til en að eldur kom upp í sjónvarpinu í aftari rútunni. Björgunarsveitarfólkið hafði snör handtök, reif sjónvarpið úr sambandi og kæfði eldinn í fæðingu.

Töfin varð því lítil sem engin. Gengið er nú komið af stað til leitar.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.