Sendiherra ESB heimsækir Austurland

Sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi, Michael Mann, hóf í gærmorgun heimsókn sína til Austurlands og mun ferðast um svæðið fram á fimmtudag.

Sendiherrann kemur til með að heimsækja ýmsa vinnustaði og menningarstofnanir og hitta fólk víðs vegar að, úr stjórnmálum, atvinnulífi og menningarlífi á svæðinu. Einnig fyrirtæki eða verkefni sem hafa hlotið styrki eða verðlaun frá Evrópusambandinu, svo sem LungA á Seyðisfirði og Franska spítalann á Fáskrúðsfirði.

Sendiherrann mun heimsækja meðal annars Egilsstaði, Eskifjörð, Fáskrúðsfjörð, Neskaupstað, Reyðarfjörð og Seyðisfjörð.

„Það er hollt að fara út úr Reykjavík öðru hvoru og kynnast landinu betur. Ég hlakka til að kynnast Austfirðingum og sjónarmiðum þeirra, til að skilja aðstæður þar betur. Ég hef verið á Íslandi síðan í september og geri mér grein fyrir að landshlutarnir eiga sumpart svipuð tækifæri eða glíma við svipuð vandamál hver fyrir sig, en þó er hver og einn þeirra einstakur.

Sjálfur á ég ættir að rekja til sauðfjárbænda í Skotlandi og hef til dæmis unnið í landbúnaðarmálum um árabil. Ég er því mjög spenntur að sjá og heyra hina austfirsku sýn á hlutina,“ segir Michael Mann.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.