Sigríður oddviti B-listans

Sigríður Bragadóttir, fyrrverandi bóndi að Síreksstöðum í Vopnafirði, leiðir B-lista Framsóknarflokks og óháðra í sveitarstjórnarkosningunum í vor.

Sigríður var í fimmta sæti listans fyrir síðustu kosningar en tók sæti í sveitarstjórn eftir að tveir fulltrúar sem ofar voru á listanum fluttu úr sveitarfélaginu.

Listinn fékk flest atkvæði og þrjá bæjarfulltrúa kjörna í síðustu kosningum. Hann var í minnihluta framan af en myndaði meirihluta í byrjun desember með Betra Sigtún eftir að slitnaði upp úr samstarfi framboðsins og K-lista félagshyggju.

Bárður Jónasson, sem var í fyrsta sætinu fyrir síðustu kosningar, er í öðru sæti.

1. Sigríður Bragadóttir, fyrrverandi bóndi
2. Bárður Jónasson, tæknistjóri
3. Axel Örn Sveinbjörnsson, vélstjóri
4. Þuríður Björg Wiium Árnadóttir, sóknarprestur
5. Sigurjón H Hauksson, vaktformaður
6. Fanney Björk Friðriksdóttir, sjávarútvegsfræðingur
7. Hreiðar Geirsson, afgreiðslumaður
8. Linda Björk Stefánsdóttir, ræstitæknir
9. Ólafur Ásbjörnsson, bóndi
10. Heiðbjört Marín Óskarsdóttir, afgreiðslukona
11. Thorberg Einarsson, sjómaður
12. Elísa Joensen Creed, fiskverkunarkona
13. Sigurþóra Hauksdóttir, bóndi
14. Árni Hlynur Magnússon, rafverktaki

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.