Sjálfstæðisflokkurinn vinnur mann af Fjarðalistanum

Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn stærstur í bæjarstjórn Fjarðabyggðar eftir að flokkurinn fékk fjóra menn kjörna. Fjarðalistinn tapaði manni. Minni kjörsókn en í síðustu kosningum vekur athygli en hún var 73,25%, tæpum 7 prósentustigum minni en við seinustu kosningar.

fjardabyggd2010.jpgÚrslit:

B listi Framsóknarflokks, 624 atkvæði og 2 menn. (28,4%)
D listi Sjálfstæðisflokks, 892 atkvæði og 4 menn. (40,5%)
L listi Fjarðalistinn, 684 atkvæði og 3 menn. (31,1%)

Atkvæði greiddu 2.347. Kjörsókn var 73,25%, 6,7% minni en við seinustu kosningar.

Auðir 130
Ógildir 17

fjardabyggd2010_pie.jpgBæjarfulltrúar 2010-2014:

Jens Garðar Helgason (D)
Valdimar O. Hermannsson (D)
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir (D)
Sævar Guðjónsson (D)
Elvar Jónsson (L)
Eydís Ásbjörnsdóttir (L)
Esther Ösp Gunnarsdóttir (L)
Jón Björn Hákonarson (B)
Guðmundur Þorgrímsson (B)

Úrslit 2006:

Biðlistinn (Á) 139 atkv., 0 fulltr. (6,1%)
Framsóknarflokkur (B) 585 atkv., 2 fulltr. (25,7%)
Sjálfstæðisflokkur (D) 764 atkv., 3 fulltr. (33,5%)
Fjarðalistinn (L) 792 atkv., 4 fulltr. (34,7%)

Á kjörskrá árið 2006 voru 2.930, atkvæði greiddu 2.340, kjörsókn var 79,9%.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar