Skipa starfshóp um sýnatöku úr ferðamönnum

Skipaður hefur verið stýrihópur til að gera tillögu um verklag við sýnatöku úr ferðamönnum sem koma erlendis frá til Austurlands eftir 15. júní.

Í hópnum eru fulltrúar frá Heilbrigðisstofnun Austurlands, Smyril-Line, Isavia og lögreglunni. Stefnt er að því að tillögur hópsins liggi fyrir á miðvikudag. Þær verða þá sendar nýrri verkefnastjórn stjórnvalda til kynningar.

Í byrjun vikunnar skilaði verkefnastjórn um sýnatöku erlendra ferðamanna af sér tillögum sínum. Í þeim er meðal annars horft til komu Norrænu til Seyðisfjarðar og flugvéla í Egilsstaði.

Í tilkynningu dagsins frá aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands kemur fram að engin ný smit hafi greinst á Austurlandi og enginn sé í einangrun vegna Covid-19. Samkvæmt tölum af Covid.is er nú 41 í sóttkví á Austurlandi sem er umtalsverð fjölgun.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar