Skiptum lokið á búi Festarhalds

frystihs__breidalsvk.jpgSkiptum er lokið á búi Festarhalds ehf. sem í skamman tíma reyndi fyrir sér í matvælaframleiðslu á Breiðdalsvík. Allar forgangskröfur í búið voru greiddar og fimmtungur almennra krafna.

 

Forgangskröfurnar námu 1,2 milljón og almennar kröfur 9,3 milljónum. Upp í þær fengust 1,775 milljónir eða tæpur fimmtungur.

Festarhald var tekið til gjaldþrotaskipta í desember 2009. Þá hafði það staðið fyrir matvælavinnslu í frystihúsinu á Breiðdalsvík í rúmt ár eftir að Fossvík lagði upp laupana. Húsið var leigt af Byggðastofnun og búnaður, sem keyptur var úr þrotabúi Fossvíkur, af Breiðdalshreppi.

Stefnt var að því að framleiða fiskaurðir, meðal annars til útflutnings. Í samvinnu við Matís ohf. var unnið að því að nota þróa tilbúnar fiskvörur úr ufsa.

Nýtt félag, Seafood Supply Iceland, tók við rekstrinum skömmu áður en Festarhald fór í gjaldþrotaskipti.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.