Skipulagðri leit hætt

Skipulagðri leit að Axel Jósefssyni Zarioh, sem talinn er hafa fallið frá borði af skipinu Erling KE-140 sem kom inn til hafnar á Vopnafirði í síðustu viku, hefur verið hætt í dag.

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi munu félagar í björgunarsveitinni Vopna á Vopnafirði þó áfram leita á sjó í fjöru en dregið verður úr þunga leitarinnar og skipulagi.

Staðan verður endurmetin þegar líður að næstu helgi og ákvörðun þá tekin um framhaldið.

Um 90 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leit í gær, frá sveitum frá Djúpavogi allt til Akureyrar, með flygildi og þrívíddarskanna sér til fulltingis. Leitað var frá Selnibbu, norðanmegin í Vopnafirði, inn sandfjörur og út að Búri sunnan megin í firðinum en án árangurs.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.