Skógræktin: Ný skógræktarstofnun tekin til starfa

Skógræktin, ný skógræktarstofnun sem til varð við sameiningu Skógræktar ríkisins og landshlutaverkefna í skógrækt tók til starfa þann 1. júlí síðastliðinn.

Aðalskrifstofa Skógræktarinnar er á Egilsstöðum en starfstöðvar stofnunarinnar eru víða um land.

Lög um hina nýju stofnun voru samþykkt á Alþingi í byrjun júní en þau kveða á um að saman renni í eina stofnun Skógrækt ríkisins og landshlutaverkefni í skógrækt. Verkefnin eru Vesturlandsskógar, Skjólskógar á Vestfjörðum, Norðurlandsskógar, Héraðs- og Austurlandsskógar og Suðurlands­skóg­ar ásamt því að umsjón með Hekluskógum flyst með inn í nýja stofnun einnig.

Í tilefni af því að hin nýja Skógrækt væri formlega tekin til starfa tók starfsfólk stofnunarinnar á Austurlandi á móti fólki í skógræktinni á Strönd á Völlum þar sem farið var í skógargöngu og boðið upp á ketilkaffi og kleinur.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar